Jón Páll Eyjólfsson Jón Páll Eyjólfsson

Virkar aðgerðir og snjóflóðastjórnun

Góður árangur var af sprengingum fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og stórlega hefur verið dregið úr snjósöfnun á þeim svæðum sem hafa verið sprengd. Þannig hefur verið tímabundið dregið úr snjóflóðahættu og óvissu við daglegt mat á snjóflóðahættu og öryggi gesta hefur verið tryggt.

Sig í sprengiturn undirbúið.

1001 Tindur ehf er fyrsta fyrirtækið sem sérhæfir sig í snjóflóðastjórnun á Íslandi. 1001 Tindur framkvæmir virkar aðgerðir með sprengiefni sem draga tímabundið úr snjóflóðahættu.

Virkar aðgerðir og snjóflóðastjórnun hafa það að markmiði að hægt sé tryggja betur öryggi vegfarenda og gesta á þeim svæðum sem eru á áhrifasvæðum snjóflóða eins og skíðasvæði, vegir og samgöngumannvirki eða vinnu eða athafnasvæði. Virkar aðgerðir geta einnig tryggt öryggi viðbragðsaðila sem þurfa að vinna verkefni á slíkum svæðum þegar aðstæður eru hættulegar með tilliti til snjóflóða.

Flóð sett af stað í Brún Hlíðarfjalls með sprengiturni.

Ávinningur af snjóflóðastjórnun með sprengiefni við vegi eða mannvirki:

  • Hægt er að draga úr snjósöfnun á upptakasvæðum snjóflóða - þannig minnka líkur á snjóflóðum og draga úr stærð þeirra.

  • Draga úr óvissu á vettvangi aðgerða eða við byggð/mannvirki vegna snjóflóðahættu - hægt er að loka svæðum af og koma af stað snjóflóðum með sprengiefni.

  • Með réttum aðgerðum er hægt að draga úr óvissu og tryggja öryggi viðbragðsaðlila og almennings. Minnka neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt óvissuástandi sem getur valdið töfum á aðgerðum.

Flóð sett af stað í Brún Hlíðarfjalls með sprengiturni.

Starfsmenn eru með íslensk sprengistjórapróf/réttindi og próf frá Austurríki í snjóflóðastjórnun með sprengiefni. Sprengistjórar eru einnig með CAA Level 1 Avalanche operations réttindi sem vinnur með mat á snjóflóðahættu og áhættustýringu á svæðum þar sem snjóflóðahætta getur myndast.

Handhleðsla sett saman á sprengistað í Brúninni í Hlíðarfjalli.

1001 Tindur framkvæmir virkar aðgerðir með sprengiefni á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri og hófust virkar aðgerðir í Hlíðarfjalli í desember 2022 og stóðu til loka skíðatímabilsins í apríl síðastliðnum. Með virkum aðgerðum með sprengiefni tókst að draga úr stærð og tíðni náttúrulegra snjóflóða og tryggja öryggi gesta á skíðaleiðum og öryggi lyftumannvirkja.

Flóð sett af stað með hleðslu úr sprengiturni á brún Hlíðarfjalls.

Snjóflóðastjórnun í Hlíðarfjalli

  • Notast er við handhleðslur sem fluttar eru á áhrifasvæði með vélsleða, troðara eða á skíðum. Hleðslan er sett saman og gerð virk á sprengistað. Henni er varpað á höndum í spotta og stýrt á réttan stað eða komið fyrir í snjóþekjunni með öðrum hætti. Handhleðslur geta verið 2,4kg eða 5kg eftir atvikum.

Handhleðslu varpað ofan við Mannshrygg í Hlíðarfjalli

  • Einnig er fjarstýrður turn sem tryggir endastöð og skíðaleiðir frá nýrri stólalyftu (Fjallkonan). Turninn tekur 10 hleðslur af sprengiefni sem hver um sig eru 5kg. Þeim er skotið úr turninum og hleðslurnar springa fyrir ofan snjóþekjuna. Honum er stýrt í gegnum ATMS kerfið (Avalanche triggering management system). En ATMS skráir alla notkun á turninum; sprengingar, hleðslu eða viðhald.

Flóð sett af stað með handhleðslu ofan við Mannshrygg.

  • Sprengivarpa sem skýtur hleðslu inná upptakasvæði. Varpan er færanleg og skýtur út hleðslu sem springur í snóþekjunni. Varpan er sett af stað með kapal fjarstýringu sem er um 30m löng. Varpan getur við bestu skilyrði komið 2,4 kg hleðslu um 250m vegalengd. Flutt á milli staða á troðara eða á sleðakerru.

Sprengivarpan í notkun við Reithól í Hlíðarfjalli

Staðsetningar sprenginga eru byggðar á korti af upptakasvæðum frá Veðurstofu Íslands en tæknin og aðferðarfræðin eru frá Sviss/Austurríki

Góður árangur var af sprengingum fyrir ofan skíðasvæðið og stórlega hefur verið dregið úr snjósöfnun á þeim svæðum sem hafa verið sprengd. Þannig hefur verið tímabundið dregið úr snjóflóðahættu og óvissu við daglegt mat á snjóflóðahættu og öryggi gesta hefur verið tryggt.

1001 Tindur er þess fullviss að þessi tækni og aðferðarfræði geti nýst öðrum rekstaraðilum, framkvæmdaðilum og viðbragðsaðilum til þess að tryggja öryggi við vegi og á vettvangi aðgerða eða framkvæmda.

Read More